Í fréttum er þetta helst!

Sælt verið fólkið

Eitthver leti í manni að koma ekki inn með blogg. En núna skal dritað inn fréttum

  • Þar síðustu helgi fórum við skötuhjú á stefnumót í tivoli.  Það er ekki frásögufærandi nema það að ég tilkynnti Hjalta að ég væri ekki beint þessi tivoli-týpa, jú mér finndist gaman í tækjum sem gæfu kitl í magann en ekki svona sjálfsmorðstækjum!!.  Þannig að við ákváðum að taka þessu bara rólega og skemmta okkur vel saman.  Við löbbuðum að eitthverju tæki sem að Hjalta fannst líta ágætlega út og ég skoðaði það ekkert nánar heldur bara fór í það.  Aðra eins tilfinningu hef ég ekki upplifað mitt líf! ÉG BÓKSTAFLEGA HÉLT ÉG VÆRI AÐ DEYJA!!! Tækið fór fram og til baka, snérist í hringi, upp og niður og aftur til baka og mín fór bara að háskæla hahahah.  Þetta ágæta tæki hét Dragon fyrir þá sem hafa farið í tivoli.   

  c_users_vala_pictures_tivoli_p9060232_674586.jpg c_users_vala_pictures_tivoli_p9060246.jpg

  • Restin af tivoli ferðinni var æðisleg, við fórum í öll "barnatækin" og þar skemmti Valan sér vel.  Hjalti var svo sendur einn í sjálfsmorðstækin, en fékk kandifloss í staðinn, þessi duglegi drengur.
  • Síðan var þessi helgi bara tekin rólega þar sem við áttuðum okkur á því að við höfðum drukkið áfengi alla daga fram að þessari helgi.
  • c_users_vala_pictures_tivoli_p9060237_674596.jpg                  c_users_vala_pictures_tivoli_p9060250.jpg

    • Eins og sést á myndunum set ég fýlusvip í tækjunum sem ég hélt eg myndi deyja í og upp með þumlana í góðu tækjunum eins og hringekkjunni Wink

    c_users_vala_pictures_tivoli_p9060241.jpg c_users_vala_pictures_tivoli_p9060231.jpg

    Ég fór samt í fallturninn sem er sýndur á fyrri myndinni bara ekki ÞRISVAR eins og Hjalti hehe. 

    c_users_vala_pictures_tivoli_p9060243.jpg         P9060245

    • Síðasta fimmtudag fórum við svo út að borða á Jensen Bofhus í góðra vinahópi.  Anna og Halli voru þar ásamt Maríni sem var gestur hjá þeim hér í Dk, og einnig voru Jói og VALA MARGRÉT sem er kærastan hans.  Þvílík tilviljun að stúlkan skuli heita það sama og ég bara nöfnunum snúið við hehe. Eftir matinn fórum við heim til Önnu og Halla og sötruðum meira öl og svo var vaknað kl 07:00 daginn eftir og mætt í skólann.  Ótrúlegt hvað það er samt auðvelt hérna að fá sér smá öl á fimmtudegi og vakna í skólann daginn eftir.  Sé mig ekki alveg gera þetta heima, en hérna í Dk er þetta sko alveg hægt.
    • Ekki má gleyma því að við Hjalti ákváðum að fara í ljós þennan ágæta fimmtudag.  Sólbaðsstofunar hér eru svona sjálfsafgreiðsla, þú setur pening í kassa og ferð í ljós.  Við keyptum okkur alveg heilar 12 mínútur og okkur fannst það heldur lítið miðað við 20 mínútna tímana heima en fórum samt.  Kom svo í ljós að Perurnar eru eitthvað sterkari því Hjalti greyið skaðbrenndist allur og var allur eldrauður.

     

    • Á föstudaginn var mér svo boðið í mat og dansk innfluttningspartý og við Yrja (stelpan sem er með mér í skólanum) dressuðum okkur upp og héldum af stað.  Hjalti greyið þurfti að sitja eftir heima þar semhann gat ekki einu sinni klætt sig í föt því hann var svo brenndur og þar með fóru plön hans í vaskinn og kvöldið einkenndist af bíómyndum, núðlusúpu og aloavera kælikremiBlush
    • Þessi elska vildi samt ekki láta kærustun labba eina heim um nóttina frá Norðurbrú og Estegade og kom og sótti mig á hvíta hestinum.  Því manni stendur ekki alveg á sama með þessar skotárásir og "stríð" sem er hérna núna!

                                                   c_users_vala_pictures_tivoli_p9130260.jpg

    • Ég kynntist alveg böns af dönskum krökkum þetta kvöld og mörg þeirra eru með mér í skóla þannig að þetta lítur allt rosalega vel út.  Ég komst líka að því að maður skilur dönskuna miklu betur eftir nokkra öllara og talar hana líka svona vel!! Stelpurnar í skólanum stungu uppá því að við Yrja myndum alltaf fá okkur 3-4 bjóra áður en við kæmum í skólann á morgnanna og tala þá svona góða dönsku en við erum að hugsa málið því það er ekki alveg á planinu að koma svo heim á klakann og beint í meðferð! Tounge  Þannig að skynsemin verður tekin á þetta og aðeins verður drukkinn herbasheik á morgnanna og sitið verður dönskunámskeið sem byrjar 22.sept.

     

    Dagarnir hafa svo verið heldur rólegir fram að þessum degi sem þetta er ritað. Mikill tími fer í það að lesa og læra. Við erum búin að rölta mikið um bæinn og skoða okkur um, fórum í rúmfatalagerinn og keyptum okkur fyrsta þrifdótið okkar, það voru svona rykmoppa og tuskur! Ég hef farið hamförum um íbúðina síðan ég fékk þetta.  Núna veit ég afhverju ég var svona löt að þrýfa þegar ég bjó ekki ein, það var því þetta var ekki mitt eigið þrifdót! En núna er sko sagan önnur þegar maður á sínar eigin þrifnaðarvörur LoL

    Á morgun fer ég aftur í matarboð með stelpunum í skólanum, hlakka rosalega til, ætlum að sötra smá rauðvín og hafa það kósý.  Á föstudaginn koma svo stelpurnar úr bekknum í mat til mín og við ætlum að taka smá djamm saman og hrissta saman hópinn, hlakka til að prófa að tjútta með stelpunum frá Lettlandi, ég er viss um að þær eru algjör partýljón!

    Semsagt allt gott í fréttum héðan frá DK! lofa að vera duglegri að blogga og ég skora líka á minn heittelskaða að skella inn einni færslu eða svo InLove

    Bið að heilsa í bili heim á frón og vonandi fer rigningin ekki alveg með ykkur!

    Ps ég setti inn fleiri myndir úr tivoli í myndaralmbúið, endilega skoðið :)

     


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Þóra

Rigningin er sko ekki vandamálið hér heldur þetta bölvaða rok!!

Hjalti!! ég hefði sko komið með þér í sjálfsmorðstækin klárlega mitt svið, svo lengi sem þau snúist ekki bara.

Mig langar líka út að borða á Jensens Böfhus nammi.... En veistu Vala það er líka alveg afspyrnuleiðinlegt að þrífa þegar plássið er lítið, nú er aðeins rímra um ykkur og ekki dót útum allt!!!! (aðeins að friða sjálfa mig hér;))

já danmark er deglig, þið eruð alveg klárlega öfunduð hérna meginn. Ég kem áður en þið vitið af;)

Ragnhildur Þóra , 17.9.2008 kl. 19:53

2 identicon

ohh ég man þegar þú sagðir mér frá tivolíinu! það fynda er að þetta snúnigs tæki er uppáhaldstækið mitt!! svo ég pant Hjalta með í Tivolíið!!

Mamma var líka illa farin að spá í því að gefa 14 ára dóttur sinni tvo til þrjá bjóra á hverjum morgni fyrir skólann svo ég færi nú að tala við danina! Held að það sé bara smá danska í þessum bjór ;)

Líst ljómandi vel á þig Vala með skúringagræjurnar! en vittu til, nýgljáinn er sko fljótu að fara að moppunni ;) en annars éf þú ætlar að halda þessu áfram þá ertu ávalt velkomin hingað á eggertsgötuna :)

Hlakka endalaust ógeðslega mikið til að koma :)

Ragnheiður (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:25

3 identicon

vá ég var ekki alveg með á nótunum þarna það á náttúrurlega að standa - nýgjláginn er sko fljótuR að fara aF moppunni... og éf á að vera ef.. en þetta skylst nú örugglega ;) 

Heyrðu og hahahaha fyndið með Vala Margrét - þið væruð flottar vinkonur!

Ragnheiður (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 08:55

4 identicon

Gaman að fá fréttir af ykkur. ég mæti mér í hópinn með ragnheiði og hjalta þegar við förum í tívólíið, það er mitt yndi.

Hlakka til að hitta ykkur eftir akkurat 4 vikur

Andrea (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:00

5 identicon

Hæ Vala og Hjalti,

 Flottar myndir og gaman að lesa bloggið ykkar. Íbúðin ykkar er ekkert smá flott og greinilegt að þið skemmtið ykkur mjög vel.  Heimþráin greinilega ekkert að bögga ykkur! Við Daddi vorum einmitt að skoða ferðir til Köben í vetrarfríinu, aldrei að vita nema við kíkjum á ykkur....

Heyrumst hress, K&D

Katrín og Daddi (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 12:10

6 identicon

Ég kem með þér í hringeggjurnar Vala mín...ég ætla ekki að hætta lífi mínu í þessi ógeðslegu tæki!!! ég hef heyrt margar hræðilegar tívolísögur um duða og að missa lappir...mér þykir vænt um lappirnar mínar þannig ég held mér í barnatækjunum!!!!!

 Hlakka ekkert smá til að koma eftir bara nokkra daga;) veiii:)

p.s. hvað er málið með þessar ljótu summur!!!! ég kann ekki að reikna!!! ég get varla gert komment þ´vi það kemur alltaf einhver heimst skummu spurning!!!!

Selma (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 12:24

7 identicon

hahahaha ég þurfti að hringja í vínkonu mína til að vita SUMMUNA hahahaha....vá það er langt síðan ég var í skóla! hver gerði sér grein fyrir því að summa er plús!!! OMG

Selma stúbit (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband