Hej Hej

Hej

Allt gott að frétta héðan úr Danaveldi.  Við erum alltaf að koma okkur betur og betur fyrir og fá flottari og flottar rass með hverjum deginum, maður er eiginlega farin að hlaupa upp þessa stiga bara Cool

Hjalti minn varð 22 ára í gærInLove En hann er alltaf jafn sætur þessi elska og aldurinn fer honum bara velHeart  Í tilefni dagsins fórum við út að borða og fengum okkur þriggja rétta máltíð, ekkert smá gott.  Eftir matinn fórum við í afmæliskokteil á Mexibar, og Mexibar klikkar sjaldan getum við sagt ykkur.  Allir sem koma í heimsókn hingað fá sko sína ferð með okkur á Mexibar.

Við erum orðnir algjörir heimsborgarar og ferðumst allt á tveimur fótum, hjólandi, strætó eða metró og við erum algjörlega að fýla þetta í botn!

Skólarnir ganga mjög vel og okkur líst rosalega vel á þetta.  Skólinn minn er algjört æði, við erum semsagt 9 í bekknum og ég er búin að kynnast hinni íslensku stelpunni aðeins og hún er ekkert smá opin og hress.  Dönsku stelpurnar í bekknum eru ekkert smá nice og hjálpa okkur með allt og bara sinna okkur þvílíkt vel.  Stelpunar frá Lettlandi eru pinku feimnar en ég hef trú á þeim og partýdýrið í þeim mun brátt brjótast út í sinni villtustu mynd Halo

Næstu helgi (semsagt ekki þessa helgi heldur næstu) ætla ég að bjóða stelpunum í bekknum hingað heim og við ætlum að hafa svona "getting to gether party og hrissta saman aðeins hópinn.

Ég er ekkert smá stolt af sjálfri mér hvað varðar enskuna, ég hélt alltaf að ég væri algjör idiot í enskunni en ég bara skil allt sem fer fram í tímum og þetta gengur allt svo vel, ég er bara svo ótrúlega ánægð með skólann, hann er framar öllu sem ég þorði að vona.  Algjört æði semsagt.

Hjalti verður bara sjálfur að segja ykkur frá sinni reynslu af sínum skóla en hann kemur alltaf rosa glaður heim úr skúlen.  Hann er búin að kynnast nokkrum dönskum strákum og plömmerar sig bara ótrúlega vel.

Við verðum nú að viðurkenna að lífið er ansi ljúft svona tvö bara, búa saman og hafa allt þetta pláss útaf fyrir okkur, ekkert smá notarlegt, svo er alltaf svo hreint hjá okkur, ótrúleg þessi tilfinning þegar maður er komin í sitt "eigið" með nóg pláss, þá hreinlega vill maður bara hafa allt hreint. Við stöndum okkur eins og hetjur í þessari sambúð, Hjalti er aðeins duglegri að elda og ég aðeins duglegri að vaska upp (þó hann vilji ekki viðurkenna það hversu sjaldan hann hefur vaskað upp hehe) en það er allt í góðu enda eldar hann svo góðan mat í staðinn, einmitt eins og ég vildi hafa þetta hehe.

Í dag gerðumst við dálítið dönsk og einföld og fengum okkur smörrebrauð í kvöldmatinn, það var hreint og beint yndislegt. Mmmmmmmm

Á morgun fer ég í fyrsta skipti ein í metróinn en það verður bara fjör, ég er að fara í vettvangsferð og skoða skóla fyrir flóttamenn sem koma hingað til Dk og fólk sem hefur farið illa úr fíkniefnum,fólk með geðsjúkdóma og þannig.  Þetta er svona skóli sem kennir þeim að koma lífi sínu á réttan kjöl og ég er ekkert smá spennt að sjá þetta. 

Við tókum risa hjólarúnt hérna áðan, skoðuðum allt hverfið, held að við höfum hjólað í 2 og hálfan tíma!!! Enduðum hjólatúrinn í Söndermarken garðinum og lögðum okkur í grasinu í honum,  svo rómó Heart

En ég held að þetta sé komið gott í bili, lofa að fara að nenna að henda inn myndum fljótlega.

Med venlig hilsen

Vala

Ps. danskan er öll að koma til og næsta þriðjudag byrjum við í dönskunámskeiði, við erum algjörir lúðar stundum hérna heima og spjöllum stundum saman á dönsku svona til að æfa okkur Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh en gaman að heyra. Svona á þetta að vera. Danmörk er náttlega næstum best í heimi hihihih.

Algjör nauðsyn á prufa á búa í Danmörku og Köben er líka svo skemmtileg borg. Gaman að geta fengið að fylgjast með því sem þið eruð að gera.

kv. 

Berglind Rut (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Ragnhildur Þóra

Jeii en gaman að sjá svona myndir:)

Fylgist grant með:)

Ragnhildur Þóra , 5.9.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Ragnhildur Þóra

Hann heitir nú samt morten kall greyið:) og mikið voru þeir nú sætari svona aðeins í glasi:) en krútt eru þeir...

Ragnhildur Þóra , 5.9.2008 kl. 17:13

4 identicon

Gaman að sjá myndir. Vala!! þú mátt endilega hafa samband þegar þú sérð þetta, þarf aðeins að tala við þig í sambandi við ferðina.

Annars get ég hreinlega ekki beðið eftir að koma og heimsækja ykkur.

Þangað til

Andrea

Andrea (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 19:40

5 identicon

Gaman að heyra með skólann! þú  átt sko eftir að rúlla þessu upp... myndirnar væru æðislegar! svalaði alveg forvitni minn í bili! hlakka svoooo mikið til að koma!! :)

Ragnheiður Lára (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband