Fyrsta vikan senn að líða.

Jæja núna er fyrsta vikan okkar hérna í köben að verða búin.  Við kunnum ekkert smá vel við okkur hérna, og enn betur með hverjum deginum sem líður.  Enda er staðsetningin á íbúðinni frábær.  Hér höfum við allt.

Fyrsti næturgesturinn okkar kom hingað á föstudaginn og hafði það gott á góðu vindsænginni Halo

Ragnhildur er búin að vera með okkur hérna og við erum meðal annars búin að kíkja út á lífið.  Við tókum hana að sjálfsögðu á Mexibar sem er barinn sem við erum búin að lofsama svo mikið og hún var alveg sammála okkur :D bestu kokteilar í heimi. 

Við fórum aðeins að kíkja á skólann minn í dag.  Hann er í ekta dönsku hverfi hérna 15 mínútur frá.  Ekki jafn stór og skólinn hans Hjalta.  Hann minnir mig eiginlega bara dálítið á Kvennó, og það er náttúrulega bara jákvætt.  Ég verð í 9 manna bekk þar sem eru tvær stelpur frá Lettlandi, fimm frá Danmörku og svo erum við tvær íslenskar.  Ég er ekki búin að hitta íslensku stelpuna en það er fínt að hafa íslenska stelpu. 

Ég var að skoða stundarskránna mína og námið og þetta lítur bara ótrúlega vel út, verkefnin eru mikið byggð uppá því að leysa "alvöru" vandamál, og ég hugsa að það getur lítið annað undirbúið mann betur en svoleiðis verkefni.  Svoleiðis að ég er mjög spennt fyrir skólanum á morgun.

Hjalti keypti sér hjól í dag, fékk það á fínum pris, þannig að við verðum hjólandi hérna eins og innfæddir.

Við erum algjörlega að fýla metrokerfið! þetta er svo heimsborgaralegt og fljótlegt! ótrúlega fínt að geta bara labbað út á metrostöð og verið komin niður í bæ 2 mínútum seinna.

Annars er bara lítið annað í fréttum í bili við bloggum meira síðar og nú fara að koma myndir :)

Biðjum að heilsa í bili

 Vala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

váá þetta hljómar allt saman aðeins of vel:)

Er komin til ykkar í anda!

Herdís Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband