Hæ Allir

Hæ allir

Við ákváðum að stofna blogg svo við gætum skrifað hvað daga okkar hafa drifið og sett inn myndir og þannig, svoleiðis að velkomin á nýju bloggsíðuna okkar :)

Við erum búin að gera margt á þessum 4 dögum sem við höfum búið hérna í Kaupmannahöfn.  Í fyrsta lagi er að labba upp stiga, labba upp enn fleiri stiga og labba upp enn enn enn meiri stiga.  En íbúðin okkar er ÆÐI! við erum ekkert smá hamingjusöm með hana. 

Þvottahúsið er í kjallaranum, svoleiðis að við þurfum að labba svona hringstiga alveg niður í kjallara en við erum á 6. hæð, Rassinn fær nóg work out hér :)

Við erum búin að fá danska kennitölur svoleiðis að næsta skref er að heimsækja bankamann og fá debetkort.  Við fengum einnig ný gsm númer sem eru:

Vala: 4551315968

Hjalti: 4551315986    

Eins og glöggir lesendur hafa sjálfsagt tekið eftir þá erum við lúðakornin með alveg eins símanúmer fyrir utan endirinn á þeim :D þá snúast tölurnar við.

Maturinn er ekkert ódýrari hér en á Íslandi, hann er kannski eins og heima nema með 10 % afslætti og við fengum smá sjokk eftir fyrstu búðarferðina þegar konan sagði okkur hvað það kostaði, þar sem við erum svo lukkuleg að hafa búið á hótelmömmu allt okkar líf :D en því betur fer voru 20 stk af núðlusúpu í körfunni og við sjáum fram á að þurfa að borða mikið af henni á næstunni NAMMI NAMM hehehehehe.

Hins vegar er rauðvín og bjór á mjög sanngjörnu verði og Mamma og Ása tengdó! hér fáum við 4 flöskur af Rauðvíni fyrir 1000 kr! erum búin að finna þetta fína Merlot rauðvín fyrir þig þegar þið komið í heimsókn.

Við erum mikið að reyna fyrir okkur í dönskunni og reynum hvað mest að tala hana en okkur er iðulega svarað á ensku til baka.  En í dag gerðu við þessi góðu kaup og keyptum okkur fyrstu tvær seríurnar af Klovn sem eru danskir þættir sem eru sýndir heima á rúv og ætlum að horfa á það og sko taka þessa dönsku í nefið.

Það sem er hvað mest í fréttum er að VALA keypti sér hjól í gær og það er EKKI bleikt! Við fundum ekkert bleikt hjól á sanngjörnu verði en hjólið er rosalega flott og stylish, svart með blómum, körfu, bögglabera, 3.gíra og með fótbremsur fyrir litla klaufann Blush

Skólinn hjá Hjalta byrjar vel og honum líst vel á allt saman, þetta er ekkert smá stórt batterý. 

Svo setjum við inn myndir bráðlega og sýnum ykkur það sem við erum að upplifa. 

biðjum að heilsa í bili

Vala og Hjalti

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

væri gaman að hjóla með þér um kóngsins köben Vala mín, en það verður bara að bíða betri tíma;)

Til hamingju með bloggið bæði tvö, veit að Hjalti stendur pottþétt fyrir þessu;) verður rosa gaman að geta fylgst með ykkur hjúum og enþá skemmtilegra að fá myndir!

Ragnheiður (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 20:52

2 identicon

Gaman að geta fylgst með ykkur. Ég pannt fá böglaberarann þegar ég kíki í heimsókn  

Fylgist með ykkur.

Ágústa (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:17

3 identicon

Gaman að heyra svona í ykkur, flott framtak hjá hjalta að stofna svona blogg. Vona að allt eigi eftir að ganga vel og veriði dugleg að setja inn myndir

Andrea (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 08:27

4 identicon

hæ flott að geta fylgst með ykkur þið hlótið að geta fundið út annan mat enn núðlur. gott a heyra þetta með rauðvínið. Gaman væri að fá myndir inn líka.kv MAM

Ása (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 11:53

5 identicon

Mikið er ég glöð að geta fylgst með ykkur á þennan hátt...þetta á heldur betur eftir að stytta mér stundir í tímum:)

Gangi þér vel á hjólinu þínu dúllan mín...

Herdís Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:53

6 identicon

Flottar myndir.alltaf gott veður í köben.kv MAM

Ásgerður Pálsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband