Sælt verið fólkið
Eitthver leti í manni að koma ekki inn með blogg. En núna skal dritað inn fréttum
- Þar síðustu helgi fórum við skötuhjú á stefnumót í tivoli. Það er ekki frásögufærandi nema það að ég tilkynnti Hjalta að ég væri ekki beint þessi tivoli-týpa, jú mér finndist gaman í tækjum sem gæfu kitl í magann en ekki svona sjálfsmorðstækjum!!. Þannig að við ákváðum að taka þessu bara rólega og skemmta okkur vel saman. Við löbbuðum að eitthverju tæki sem að Hjalta fannst líta ágætlega út og ég skoðaði það ekkert nánar heldur bara fór í það. Aðra eins tilfinningu hef ég ekki upplifað mitt líf! ÉG BÓKSTAFLEGA HÉLT ÉG VÆRI AÐ DEYJA!!! Tækið fór fram og til baka, snérist í hringi, upp og niður og aftur til baka og mín fór bara að háskæla hahahah. Þetta ágæta tæki hét Dragon fyrir þá sem hafa farið í tivoli.
- Restin af tivoli ferðinni var æðisleg, við fórum í öll "barnatækin" og þar skemmti Valan sér vel. Hjalti var svo sendur einn í sjálfsmorðstækin, en fékk kandifloss í staðinn, þessi duglegi drengur.
- Síðan var þessi helgi bara tekin rólega þar sem við áttuðum okkur á því að við höfðum drukkið áfengi alla daga fram að þessari helgi.
- Eins og sést á myndunum set ég fýlusvip í tækjunum sem ég hélt eg myndi deyja í og upp með þumlana í góðu tækjunum eins og hringekkjunni
- Síðasta fimmtudag fórum við svo út að borða á Jensen Bofhus í góðra vinahópi. Anna og Halli voru þar ásamt Maríni sem var gestur hjá þeim hér í Dk, og einnig voru Jói og VALA MARGRÉT sem er kærastan hans. Þvílík tilviljun að stúlkan skuli heita það sama og ég bara nöfnunum snúið við hehe. Eftir matinn fórum við heim til Önnu og Halla og sötruðum meira öl og svo var vaknað kl 07:00 daginn eftir og mætt í skólann. Ótrúlegt hvað það er samt auðvelt hérna að fá sér smá öl á fimmtudegi og vakna í skólann daginn eftir. Sé mig ekki alveg gera þetta heima, en hérna í Dk er þetta sko alveg hægt.
- Ekki má gleyma því að við Hjalti ákváðum að fara í ljós þennan ágæta fimmtudag. Sólbaðsstofunar hér eru svona sjálfsafgreiðsla, þú setur pening í kassa og ferð í ljós. Við keyptum okkur alveg heilar 12 mínútur og okkur fannst það heldur lítið miðað við 20 mínútna tímana heima en fórum samt. Kom svo í ljós að Perurnar eru eitthvað sterkari því Hjalti greyið skaðbrenndist allur og var allur eldrauður.
- Á föstudaginn var mér svo boðið í mat og dansk innfluttningspartý og við Yrja (stelpan sem er með mér í skólanum) dressuðum okkur upp og héldum af stað. Hjalti greyið þurfti að sitja eftir heima þar semhann gat ekki einu sinni klætt sig í föt því hann var svo brenndur og þar með fóru plön hans í vaskinn og kvöldið einkenndist af bíómyndum, núðlusúpu og aloavera kælikremi
- Þessi elska vildi samt ekki láta kærustun labba eina heim um nóttina frá Norðurbrú og Estegade og kom og sótti mig á hvíta hestinum. Því manni stendur ekki alveg á sama með þessar skotárásir og "stríð" sem er hérna núna!
- Ég kynntist alveg böns af dönskum krökkum þetta kvöld og mörg þeirra eru með mér í skóla þannig að þetta lítur allt rosalega vel út. Ég komst líka að því að maður skilur dönskuna miklu betur eftir nokkra öllara og talar hana líka svona vel!! Stelpurnar í skólanum stungu uppá því að við Yrja myndum alltaf fá okkur 3-4 bjóra áður en við kæmum í skólann á morgnanna og tala þá svona góða dönsku en við erum að hugsa málið því það er ekki alveg á planinu að koma svo heim á klakann og beint í meðferð! Þannig að skynsemin verður tekin á þetta og aðeins verður drukkinn herbasheik á morgnanna og sitið verður dönskunámskeið sem byrjar 22.sept.
Ég fór samt í fallturninn sem er sýndur á fyrri myndinni bara ekki ÞRISVAR eins og Hjalti hehe.
Dagarnir hafa svo verið heldur rólegir fram að þessum degi sem þetta er ritað. Mikill tími fer í það að lesa og læra. Við erum búin að rölta mikið um bæinn og skoða okkur um, fórum í rúmfatalagerinn og keyptum okkur fyrsta þrifdótið okkar, það voru svona rykmoppa og tuskur! Ég hef farið hamförum um íbúðina síðan ég fékk þetta. Núna veit ég afhverju ég var svona löt að þrýfa þegar ég bjó ekki ein, það var því þetta var ekki mitt eigið þrifdót! En núna er sko sagan önnur þegar maður á sínar eigin þrifnaðarvörur
Á morgun fer ég aftur í matarboð með stelpunum í skólanum, hlakka rosalega til, ætlum að sötra smá rauðvín og hafa það kósý. Á föstudaginn koma svo stelpurnar úr bekknum í mat til mín og við ætlum að taka smá djamm saman og hrissta saman hópinn, hlakka til að prófa að tjútta með stelpunum frá Lettlandi, ég er viss um að þær eru algjör partýljón!
Semsagt allt gott í fréttum héðan frá DK! lofa að vera duglegri að blogga og ég skora líka á minn heittelskaða að skella inn einni færslu eða svo
Bið að heilsa í bili heim á frón og vonandi fer rigningin ekki alveg með ykkur!
Ps ég setti inn fleiri myndir úr tivoli í myndaralmbúið, endilega skoðið :)
Bloggar | 17.9.2008 | 18:59 (breytt kl. 19:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hæhæ allir
Við erum búin að setja inn tvo myndaralbúm og þau eru hérna til hliðar undir linkinum "myndaalbúm" Endilega skoðið þær við sétum svo fleiri inn seinna og skrifum.
Bloggar | 6.9.2008 | 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hej
Allt gott að frétta héðan úr Danaveldi. Við erum alltaf að koma okkur betur og betur fyrir og fá flottari og flottar rass með hverjum deginum, maður er eiginlega farin að hlaupa upp þessa stiga bara
Hjalti minn varð 22 ára í gær En hann er alltaf jafn sætur þessi elska og aldurinn fer honum bara vel Í tilefni dagsins fórum við út að borða og fengum okkur þriggja rétta máltíð, ekkert smá gott. Eftir matinn fórum við í afmæliskokteil á Mexibar, og Mexibar klikkar sjaldan getum við sagt ykkur. Allir sem koma í heimsókn hingað fá sko sína ferð með okkur á Mexibar.
Við erum orðnir algjörir heimsborgarar og ferðumst allt á tveimur fótum, hjólandi, strætó eða metró og við erum algjörlega að fýla þetta í botn!
Skólarnir ganga mjög vel og okkur líst rosalega vel á þetta. Skólinn minn er algjört æði, við erum semsagt 9 í bekknum og ég er búin að kynnast hinni íslensku stelpunni aðeins og hún er ekkert smá opin og hress. Dönsku stelpurnar í bekknum eru ekkert smá nice og hjálpa okkur með allt og bara sinna okkur þvílíkt vel. Stelpunar frá Lettlandi eru pinku feimnar en ég hef trú á þeim og partýdýrið í þeim mun brátt brjótast út í sinni villtustu mynd
Næstu helgi (semsagt ekki þessa helgi heldur næstu) ætla ég að bjóða stelpunum í bekknum hingað heim og við ætlum að hafa svona "getting to gether party og hrissta saman aðeins hópinn.
Ég er ekkert smá stolt af sjálfri mér hvað varðar enskuna, ég hélt alltaf að ég væri algjör idiot í enskunni en ég bara skil allt sem fer fram í tímum og þetta gengur allt svo vel, ég er bara svo ótrúlega ánægð með skólann, hann er framar öllu sem ég þorði að vona. Algjört æði semsagt.
Hjalti verður bara sjálfur að segja ykkur frá sinni reynslu af sínum skóla en hann kemur alltaf rosa glaður heim úr skúlen. Hann er búin að kynnast nokkrum dönskum strákum og plömmerar sig bara ótrúlega vel.
Við verðum nú að viðurkenna að lífið er ansi ljúft svona tvö bara, búa saman og hafa allt þetta pláss útaf fyrir okkur, ekkert smá notarlegt, svo er alltaf svo hreint hjá okkur, ótrúleg þessi tilfinning þegar maður er komin í sitt "eigið" með nóg pláss, þá hreinlega vill maður bara hafa allt hreint. Við stöndum okkur eins og hetjur í þessari sambúð, Hjalti er aðeins duglegri að elda og ég aðeins duglegri að vaska upp (þó hann vilji ekki viðurkenna það hversu sjaldan hann hefur vaskað upp hehe) en það er allt í góðu enda eldar hann svo góðan mat í staðinn, einmitt eins og ég vildi hafa þetta hehe.
Í dag gerðumst við dálítið dönsk og einföld og fengum okkur smörrebrauð í kvöldmatinn, það var hreint og beint yndislegt. Mmmmmmmm
Á morgun fer ég í fyrsta skipti ein í metróinn en það verður bara fjör, ég er að fara í vettvangsferð og skoða skóla fyrir flóttamenn sem koma hingað til Dk og fólk sem hefur farið illa úr fíkniefnum,fólk með geðsjúkdóma og þannig. Þetta er svona skóli sem kennir þeim að koma lífi sínu á réttan kjöl og ég er ekkert smá spennt að sjá þetta.
Við tókum risa hjólarúnt hérna áðan, skoðuðum allt hverfið, held að við höfum hjólað í 2 og hálfan tíma!!! Enduðum hjólatúrinn í Söndermarken garðinum og lögðum okkur í grasinu í honum, svo rómó
En ég held að þetta sé komið gott í bili, lofa að fara að nenna að henda inn myndum fljótlega.
Med venlig hilsen
Vala
Ps. danskan er öll að koma til og næsta þriðjudag byrjum við í dönskunámskeiði, við erum algjörir lúðar stundum hérna heima og spjöllum stundum saman á dönsku svona til að æfa okkur
Bloggar | 4.9.2008 | 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jæja núna er fyrsta vikan okkar hérna í köben að verða búin. Við kunnum ekkert smá vel við okkur hérna, og enn betur með hverjum deginum sem líður. Enda er staðsetningin á íbúðinni frábær. Hér höfum við allt.
Fyrsti næturgesturinn okkar kom hingað á föstudaginn og hafði það gott á góðu vindsænginni
Ragnhildur er búin að vera með okkur hérna og við erum meðal annars búin að kíkja út á lífið. Við tókum hana að sjálfsögðu á Mexibar sem er barinn sem við erum búin að lofsama svo mikið og hún var alveg sammála okkur :D bestu kokteilar í heimi.
Við fórum aðeins að kíkja á skólann minn í dag. Hann er í ekta dönsku hverfi hérna 15 mínútur frá. Ekki jafn stór og skólinn hans Hjalta. Hann minnir mig eiginlega bara dálítið á Kvennó, og það er náttúrulega bara jákvætt. Ég verð í 9 manna bekk þar sem eru tvær stelpur frá Lettlandi, fimm frá Danmörku og svo erum við tvær íslenskar. Ég er ekki búin að hitta íslensku stelpuna en það er fínt að hafa íslenska stelpu.
Ég var að skoða stundarskránna mína og námið og þetta lítur bara ótrúlega vel út, verkefnin eru mikið byggð uppá því að leysa "alvöru" vandamál, og ég hugsa að það getur lítið annað undirbúið mann betur en svoleiðis verkefni. Svoleiðis að ég er mjög spennt fyrir skólanum á morgun.
Hjalti keypti sér hjól í dag, fékk það á fínum pris, þannig að við verðum hjólandi hérna eins og innfæddir.
Við erum algjörlega að fýla metrokerfið! þetta er svo heimsborgaralegt og fljótlegt! ótrúlega fínt að geta bara labbað út á metrostöð og verið komin niður í bæ 2 mínútum seinna.
Annars er bara lítið annað í fréttum í bili við bloggum meira síðar og nú fara að koma myndir :)
Biðjum að heilsa í bili
Vala
Bloggar | 31.8.2008 | 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hæ allir
Við ákváðum að stofna blogg svo við gætum skrifað hvað daga okkar hafa drifið og sett inn myndir og þannig, svoleiðis að velkomin á nýju bloggsíðuna okkar :)
Við erum búin að gera margt á þessum 4 dögum sem við höfum búið hérna í Kaupmannahöfn. Í fyrsta lagi er að labba upp stiga, labba upp enn fleiri stiga og labba upp enn enn enn meiri stiga. En íbúðin okkar er ÆÐI! við erum ekkert smá hamingjusöm með hana.
Þvottahúsið er í kjallaranum, svoleiðis að við þurfum að labba svona hringstiga alveg niður í kjallara en við erum á 6. hæð, Rassinn fær nóg work out hér :)
Við erum búin að fá danska kennitölur svoleiðis að næsta skref er að heimsækja bankamann og fá debetkort. Við fengum einnig ný gsm númer sem eru:
Vala: 4551315968
Hjalti: 4551315986
Eins og glöggir lesendur hafa sjálfsagt tekið eftir þá erum við lúðakornin með alveg eins símanúmer fyrir utan endirinn á þeim :D þá snúast tölurnar við.
Maturinn er ekkert ódýrari hér en á Íslandi, hann er kannski eins og heima nema með 10 % afslætti og við fengum smá sjokk eftir fyrstu búðarferðina þegar konan sagði okkur hvað það kostaði, þar sem við erum svo lukkuleg að hafa búið á hótelmömmu allt okkar líf :D en því betur fer voru 20 stk af núðlusúpu í körfunni og við sjáum fram á að þurfa að borða mikið af henni á næstunni NAMMI NAMM hehehehehe.
Hins vegar er rauðvín og bjór á mjög sanngjörnu verði og Mamma og Ása tengdó! hér fáum við 4 flöskur af Rauðvíni fyrir 1000 kr! erum búin að finna þetta fína Merlot rauðvín fyrir þig þegar þið komið í heimsókn.
Við erum mikið að reyna fyrir okkur í dönskunni og reynum hvað mest að tala hana en okkur er iðulega svarað á ensku til baka. En í dag gerðu við þessi góðu kaup og keyptum okkur fyrstu tvær seríurnar af Klovn sem eru danskir þættir sem eru sýndir heima á rúv og ætlum að horfa á það og sko taka þessa dönsku í nefið.
Það sem er hvað mest í fréttum er að VALA keypti sér hjól í gær og það er EKKI bleikt! Við fundum ekkert bleikt hjól á sanngjörnu verði en hjólið er rosalega flott og stylish, svart með blómum, körfu, bögglabera, 3.gíra og með fótbremsur fyrir litla klaufann
Skólinn hjá Hjalta byrjar vel og honum líst vel á allt saman, þetta er ekkert smá stórt batterý.
Svo setjum við inn myndir bráðlega og sýnum ykkur það sem við erum að upplifa.
biðjum að heilsa í bili
Vala og Hjalti
Bloggar | 28.8.2008 | 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar